Kaffihúsa-Háfjallablogg..
Jæja, ég dreif mig til læknis fyrir hádegi og meðhöndlunin er hafin. Ég var skoðuð rækilega í krók og kring, meira að segja var mér skellt í hjartalínurit ! Og svo var staðfest að þetta væri þessi háfjallaveiki sem allt benti til. Ég fékk lyf við þessu og ábendingu um að taka það rólega, fá mér stutta göngutúra, borða léttan mat, lítið í einu og svo vatn, vatn, vatn og vatn ! (eitthvað fyrir þig, Helga :) ) og svo var mér auðvitað sagt að vera dugleg að blogga , nema hvað ;)
Gísli fór með mér til læknisins og skellti sér svo á skíði til hinna á eftir. Ég fór þá heim og dólaði mér eitthvað þar en ákvað svo að kíkja á kaffihúsið og fletta aðeins uppí blogginu ykkar. Ótrúlega notalegt að lesa pistlana ykkar í rólegheitum alein í heiminum. Alein í fjallakofa hefur nú öðlast nýja meiningu :)
Nú snjóar og snjóar svo mikill verður púðursnjórinn að renna sér í hjá skíðafólkinu á morgun. Ég sé til hvort ég fer á skíði á morgun, fer eftir því hvort lyfin verða farin að virka. VONA það !! Því það er mjög gaman að leika sér á skíðum hér.
hætti hér, en læt fylgja eina mynd af húsinu sem við búum í,
bestu kveðjurnar, saran...á batavegi...örugglega ...
Hvað er þetta nema HÖLL ?
Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007