Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

26.3.05

Skíðadrottningin...
rækjuspræk
Orðin alveg rækjuspræk og mínir íðilfögru fótleggir aftur komnir í ljós. Þeir hafa verið pakkaðir inní þykkan bjúg undanfarna fimm daga, svo nú get ég sagt bæ bæ bjúgur. Þakka ykkur hlýjar hugsanir og fyrirbænir og öll þessi skemmtilegu komment.
Í fyrramálið förum við til Denver, skíðabrekkur að baki, og á hinn til Minneapolis. Þar veit ég að Helga mín sæta myndi ekki fúlsa við að slást í hópinn því þá verður farin pílagrímsferð í Moll of Ameríka. Þar ætla ég að munda myndavélina mína nýju ( canon IXUS 40) í gríð og erg á meðan fólkið verslar og verslar því þó ég myndi nenna því, þá á ég engan péning.
Stoppa hér, erum að fara að pakka niður og undirbúa brottför úr Höllinni.
Kveðjan, saran.....öll að koma til....
gíslinn
Skíðakóngurinn Gísli dáist að lanslaginu.