Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

18.3.05

Farin til ameríku .....
stígvél
seinnipartinn...... Ég þakka ykkur fyrir greinagóðar pælingar og ábendingar, m.a. varðandi myndavélakaup og farenheit útreikninga. Ég er bæði komin með farenheit/celcius-töflu (takk, Anna) og jöfnu til að reikna þetta út ! (takk, Elín Björk fyrir að halda að ég sé svona klár :) ) og takk fyrir allar hlýjar kveðjur sem þið hafið sent mér fyrir ferðina.
Mér tókst að þvo þó nokkra fataleppa, taka dulítið til og vinna helling í *the papers* svo ég er bara nokkuð klár í bátana eða flugvélarnar. Ég ætla að taka eplamúsina (mökkuna) með mér þó ekki sé nema til að hlaða ljósmyndum inní hana af tilvonandi nýju myndavélinni minni, og vinna aðeins í þeim... nú ef heppnin er með mér, dett ég inná þráðlaust kaffihús og kíki á póst og blogg :)
Annars eru þetta bara tíu dagar og ekki hundrað í hættunni þó ég komist ekkert á netið, á samt eftir að sakna rútínunnar á morgnana að kíkja á bloggin ykkar : sakna ykkar !
Í blöðunum í gær (17.mars) mátti sjá myndir af pabba klippa Ragga Kjartans (mogganum og dv,fréttablaðinu-ekki mynd þar,)
Þarna var verið að kynna tónleikahátíðina *aldrei fór ég suður*, rokkhátíð alþýðunnar - á Ísafirði um páskana ( Þið þangað !) og sagt að Villi Vallinn yrði heiðursgestur hátíðarinnar með sitt djassband ! Ég verð nú bara að segja að mér fannst þetta ekki leiðinlegt aflestrar , hann er 75 ára gamall og enn í fullu fjöri, bæði sem rakari og músíkant. Og mamma átti afmæli í gær, 76 ára, hress og kúl !
Þau eru nú alveg ágæt bæði tvö. Og svo ég haldi nú áfram að plögga þessa rokkhátíð þá er Viddinn, afastrákur Villans og mömmustrákurinn (!) minn að spila þarna líka með sinni sveit sem heitir Trabant.... og saran missir af þessu öllu...fussum svei. hér má skoða þessa frétt í Bæjarins Besta frá Ísafirði.
og til að kórona plöggið hef ég þorskinn hér undir sem hægt er að smella á og skoða nánar.
Hér fer ég svo að setja punkt , (fyrst eina kommu) Bið svo Guð að blessa okkur öll og varðveita .
saran......á ferð og FLUGI...........