Nenntum ekki í kringlumollið í dag..........
Fórum þess í stað á bæjarrölt, helmingur hópsins, hinAR fóru í mollið. Tókum leigubíl : down town.... en þar var ekki hræða á ferli fyrr en alltí einu að allt fylltist af fólki ! Korteri seinna var allt orðið tómt aftur, allir farnir heim? Komumst að því að í einu húsanna hafði farið fram körfuboltaleikur ! Þetta er víst svona víðast hvar í Ameríkunni, smá kjarnar hér og þar en enginn eiginlegur miðbær. Svona eins og væru bara smáralindir og mjóddir á víð og dreif, heima en engin Lækjargata/austurstræti/kvos og có. Við fundum svo mjög góðan veitingarstað sem var bæði pöbb og matsölustaður. Þarna hljómaði eðal djass og blús í hátölurum og allt var mjög skemmtilega innréttað og fallegt, maturinn var nammi góður.
Kíktum svo á írskan pöbb og fengum okkur kollu þar- tók sérstaklega eftir því að þar var engin reykingalykt, samt öskubakkar á hverju borði! Þegar ég fór að líta í kringum mig, fann ég út að aðeins einn var að reykja ! og það var alveg hellingur af fólki þarna. Er þetta að líða undir lok?
Fljúgum heim í heiðanna ró á morgun. Ætlum að skreppa í mollið fyrir brottför , mæting á völlinn kl, 16,
verð að fara að sofa í hausinn á mér,
kveðja, Saran.......svefnþurfi.........
p.s. held ég sé meiri evrópu en ameríku-kelling :) Allavega hef ég ekki heillast uppúr skónum hér, þótt sumt hafi komið skemmtilega á óvart .
Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007