Myndir úr Mollinu !
Komin heim.....í heiða dalinn ! Tek mér nú tíma í að snúa sólarhringnum við og safna mér saman, er ekki alveg komin öll, skila mér vonandi smátt og smátt með næstu flugferðum. Tók alveg helling af myndum í the Mall of America, en verslaði þess minna. Keypti bara þrjá hluti : kött, kú og bók !!! Kött fyrir Elínu, sem fóstraði kettina mína meðan ég var úti, kú fyrir Helgu sætu sem safnar þeim, þessi er ísskápasegull. og bók fyrir mig, sem heitir, og nú megið þið ekki fara að hlæja :
Simplify your life og undirtitillinn er: Get organized and stay that way ! Og svo er mynd af þremur plastboxum með loki, mismunandi stórum :)
Mér fannst vont að vera inní mollinu og var þeirri stund fegnust þegar ég kom út úr því og gat ANDAÐ ! Þarna var heitt, loftlaust, ömurlegur hávaði og glymjandi nema í lyftunni, þar var best að vera og næst best í bókabúðinni, því bækurnar hljóðeinangra og svo var þar teppalagt og síðast en ekki síst, engin lyftumúsík. En semsagt, það var gaman að taka myndir þarna. Helga vinkona sagði : Uss ! þú ert nú bara Kall ! en ég veit að þið eruð ekki sammála því :) Finnst öllum konum gaman að versla? En körlum? ....Nú langar mig að gera netta skoðanakönnun og biðja ykkur að segja mér hvort ykkur finnst það gaman eða ekki, bæði kven og karlmenn !
Önnur úr mollinu:
Hér sat ég á kaffihúsi
og *skaut* út um gluggann
Og koma svo : skoðanakönnun :
Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007