Gleðilega páska !
Nú er komið að því að pakka saman í Denver og fljúga til Minneapolis. Í gær voru keyptar þrjár myndavélar í hópnum, ein þeirra fyrir Garrann og frú, svo nú má búast við breytingum á bloggvelli Garrans ! Hinar vélarnar keyptu frænkurnar Hrafnhildur og Steinunn og frömdu hálfgerðan myndatöku-terror-gjörning í gærkvöldi , hlupu um með vélarnar og tóku myndir af öllu sem hreyfðist, ekki síst okkur ferðafélögunum. Svo nú blossar allt í flassi í ferðahópnum.
Haska mér nú út á flugvöll,
kveðjan....saran....
Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007