Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

23.2.05

Miðvikudagur 23. febrúar !
Getur þetta verið ??? Er febrúar að verða búinn og hann sem var að byrja?
Þetta er með ólíkindum , janúar var ekki svona öflugur, hann gaf sér góðan tíma í að líða áfram OF góðan fannst mörgum. Mars rétt handan við hornið, og svo kemur apríl og maí- úpps! og þá er sýningin mín.. ég bara stressast öll upp á eftir að gera svoooooo mikið - hefði átt að nota þennan laaaaaaaaanga janúarmánuð betur, úff.
Var að klára að mála fyrstu umferð og litahugmynd á skenkinn og málaði kommóðuna í sama lit og svona lítur þetta þá út:
Þóra í boði
Er þetta eitthvað að gera sig? eller hur?
Ég er búin að vera svo utangátta í veikindaumræðunni undanfarnar vikur, allir með hálsbólgur, lungnabólgur , streptókokka og flensur af öllum stærðum og gerðum ekki bara í blogglandi heldur líka á vinnustaðnum, og hjá velflestum vinum og vandamönnum, að ég var farin að óttast að við hér á þessu heimili værum svo eitruð að ekkert biti á okkur. Var komin á fremsta hlunn með að fara til læknis með fjölskylduna og láta athuga hvort væri ekki í lagi með okkur eins og sagt er.Ekki eðlilegt þetta ástand- en viti menn Viddinn reddaði þessu, kom í heimsókn í gær og lagðist bara beint uppí sófa með þessa líka tannpínu- sem reyndist svo vera tannrótarbólga sagði hann mér í símann núna rétt áðan og talaði eins og hann væri með munninn fullann af bómull, deyfingin var svo öflug. Svo nú er búið að kippa því í liðinn.
Viddinn í símunum
Hér liggur Viddinn í sófanum með tannrótarbólgu og tvo síma !
Auðvitað er bara alveg frábært og þakkarvert hvað við höfum sloppið vel við pestir og óværur sem hafa gengið ljósum logum um borg og bý undanfarnar margar vikur. Vona bara að það haldist svona áfram, óska svo öllum góðs bata sem eru að basla í veikindum !
Best að haska sér áfram við vinnuna, kveðjan, saran......
Pappahjón?
Hér má sjá hjónakorn úr pappamassa hafa það huggulegt í betri stofunni sinni.