Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

24.2.05

Englar allsstaðar....
Í gær kom Íris vinkona mín akandi alla leið norðan úr Svarfaðardal, með bílinn fullan af englum. Fyrstan má telja englabossann hann Finnboga son hennar og svo þennan hér, sem hún gaf mér :
Engill á sveimi
Hún býr þá til úr allskonar pappír, textíl, tölum,semalíusteinum, fjöðrum, perlum og bara öllu mögulegu.
Englafjöld
ekkert smá flottir, eins og krakkarnir segja ! Þeir verða til sölu í einhverri búð,sem ég get komist að hvað heitir.
Og í morgun hitti ég einn engilinn til, nefnilega Erlu sundvinkonu og bæjarins besta rakara ! Það er hún sem klippir mig alltaf svo flott. Þarna er hún að maula skinkuhorn (croisant uppá frönsku) með kaffinu, eftir sundferð dagsins. Og þið megið gíska tvisvar hver á þessa flottu sundtösku á borðinu :)
erla erkiengill
Semsagt englar á flögri út um allt, bara setja upp gleraugun og koma auga á þá !
En nú er mér ekki lengur til setunnar boðið, áfram með smjerið....
kveðjan, saran............aðallega í myndabloggi þennan daginn :)