Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

25.2.05

Ert´ekki alltaf að mála?
er spurning sem ég fæ oftar en oft frá fólki sem ég hitti á förnum vegi, þó sérstaklega í fermingarveislum, á ættarmótum og slíkum samkomum. Í dag get ég með góðri samvisku svarað þessari spurningu játandi, ég tók mér smá pappamassafrí og fór niður á vinnustofu til að rifja upp handtökin við að mála á striga, en það er það sem fólk á við þegar það spyr svona : Málverk á striga ! helst olíumálverk. Ég vil nú samt meina að pappamassaverkin séu líka málverk, kannski þrívíð, en málverk samt. Ég réðst á striga sem er 1.60x1.60 , vantar bara 4 cm til að vera jafn hár og ég, gaman að glíma við stórt. Og eins og að hitta gamlan vin að fara að mála tvívítt aftur. Hef verið í pappamassanum nánast eingöngu í eitt ár.
á vinnustofunni
Annars er að byrja kærkomin helgi sem ekkert er bókuð, loksins, loksins ! Nema eitt barnaafmæli á sunnudag hjá Björgu systurdóttur (og Garrans) og vona ég bara að þar verði Brauðterta sem er mitt uppáhalds kökudót. Ég hef ekkert verið að fylgjast með veðurspánni en ef veðrið í dag gefur tóninn fyrir helgina (veðrið er Guðdómlegt!) þá ætla ég SKO að bjóða bóndanum í góðan göngutúr, helst uppá Hellisheiði- og taka með kaffi á brúsa og suðusúkkulaði.
Föstudagurinn er ekki búinn, það er kennarafundur í skólanum mínum kl. hálf fimm svo mér sýnist ég verði að haska mér.
Ókláruð mynd
Þetta er partur af stóru myndinni sem ég var að byrja á, þessi á fæturna sem eru á efri myndinni.
kveðjan, saran.........