Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

26.2.05

Innlit-Útlit hvað?
Vala Matt og co eru ekki enn búnar að finna bæjarins
fegursta baðherbergi svo ég kem með skúbbið hér:
Vinkonufrænkur !
Þarna standa vinkonufrænkurnar Sigríður og Björg fyrir framan mósaíkverk Bryndísar systur sem hún hannaði og kom fyrir ofan við hornbaðkarið heima hjá sér. alveg brilljant !
Ég kíkti til þeirra í dag, bauðst til að aðstoða við afmælisveislu-undirbúning annarrar heimasætunnar, það var afmæli fyrir skólasystur í dag en vini og ættingja á morgun. Ég held ég hafi nú mest verið að þvælast fyrir þarna, tók með mér bensínstöðvarmyndavélina (verð að fá mér betri vél!) og tók yfir 100 myndir. Helmingurinn ónýtur en nokkrar sluppu þokkalega, sérstaklega nærmyndirnar af melónunum. Ég aðstoðaði svo við niðurskurð á melónum, gulrótum, agúrkum og fleiru og útbjó ostapinna ! Hollt og gott í boði þarna og stelpurnar voru vitlausar í veitingarnar og úðuðu þessu í sig. Bryndís hafði síðan útbúið litla nammipoka með sleikjói og gúmmínammi í og voru gestir leystir út með svona poka þegar þeir fóru ! Bráðsniðugt, þá fá þau sykursjokkið heima hjá sér en ekki í 15 manna veislu ! Það var ein kaka, hjartalaga og auðvitað bleik.


Hlaðborð

Planið með göngutúr á Hellisheiði klikkaði, enda Gillinn í vinnunni lungan úr deginum, en við fengum okkur klukkutíma breiðholtsgöngutúr í staðinn um 6 leitið. Erum svo að fara ÚT AÐ BORÐA, Jibbý gamangaman.......
Vona að þið séuð öll í góða gírnum,
kveðjan , saran........
Garrinn og Bryndís
Hér eru Garðar og Bryndís

Og svo má skoða fleiri myndir með því að fara inní albúmið hér til vinstri.
Mósaík verk Bryndísar systur