Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

21.2.05

Nýr dagur, dagurinn í dag
Vaknaði í morgun hressari eftir góða næturdrauma. Ég er viss um að fyrirbænir hafa komið þar við sögu. Takk fyrir það.
Í gær varð ég vitni að mjög sorglegum atburði sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér, bið bara góðan Guð að blessa og hugga fólkið sem á í hlut. Enn ein áminningin um að lífið er ekki bara svart-hvítt heldur ber það í sér óendanlega stórt og mikið litróf, suma litina er erfiðara að meðtaka og skilja en aðra. Svona er þetta bara .....og þetta Bara er ekkert Bara..
Blóm og kaffi
Þennan fallega blómvönd fékk ég frá bóndanum í tilefni konudagsins . Mér finnst alveg yndislegt að hafa svona blóm í kring um mig . Mæli með Konudegi a.m.k. einu sinni í mánuði. Passar vel : þetta mánaðarlega :)
Var að lesa bráðskemmtilegt blogg Ylfu frænku, líklega föstudagsbloggið hennar, þar sem hún kvartar undan draslinu hjá sér en hefur sér til afsökunar stórt heimili fullt af fjörugum drengjum. Ylfa mín ! ég hef enga svona afsökun og með réttu ætti hér allt að vera spikk og span- alltaf- Ef þetta er einhver huggun fyrir þig þá er það gott en sjáðu þetta :
Lestrarhestur?
Sko ! Þetta er Bara náttborðið mitt !! ég fékk löngun til að taka smávegis til í morgun og að gamni taldi ég bækurnar á náttborðinu og þær voru : 37 ! Geri aðrir betur. Gíslinn les greinilega eitthvað minna því á hans borði voru bara 7 bækur (ætli hann sé lesblindur?) Vandinn er að ég veit ekki hvar ég á að koma þeim fyrir , þarf líklega að bregða mér í Ikea og leita að lausn. Nema ég finni lausnina í Bo Bedre blaðinu þarna á borðinu.
Hér set ég punkt .
saran.............