Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

18.2.05

Flottur föstudagur...
Snúður engill
Eins og glöggt má sjá er kominn tími á nýja myndavél hjá frúnni. Þessi er keypt á bensínstöð fyrir safnkortspunkta, svona tvö ár síðan.. hún heitir: Aosta - og segir það kannski meira en mörg orð ! Já við urðum öll fyrir barðinu á olíufélögunum ...
Þetta er semsagt mjög slök myndavél og getulítil- ólíkt mér sem er svooooo flink hmm. Ég hef ákveðið að þetta standi til bóta, á bara eftir að finna péninga til þess.

Ég var að koma úr sundi og hætti seint að dásama heita vatnið okkar, ótrúlegt að geta stripplast þetta úti í skítakulda og bara verið heitt..og liðið notalega. Hættum að væla yfir veðrinu og drífum okkur í sund bara ! Annars sýnist mér þessi dagur vera að klæða sig í sitt fegursta skart og sólin bara farin að senda geisla sína yfir borgina og um leið inní hjörtu okkar allra vonandi.
Í gærkvöldi hittist *matur er manns gaman* klúbburinn hér heima hjá okkur samkvæmt venju. Nema kjúklingarétturinn var ekki alveg að gera sig að þessu sinni. Klúbbfélagar voru sammála um það. Þetta var uppskrift úr veislubók Hagkaups og hét: Indverskur karrýkjúklingur með möndlum. Í honum voru epli, möndlur, sveppir og fleira skemmtilegt en allt kom fyrir ekki - Spurning hvort maður þarf að tvöfalda kryddmagnið í íslensku matreiðslubókunum? kannski eru þær svona barnvænar (ekki banvænar, ég les þetta orð alltaf vitlaust) og þarafleiðandi svona bragðlausar??
Það sem bjargaði kvöldinu var namminamm eftirréttur með þeyttum alvöru rjóma sem Elín Björk kom óvænt með. Hún hélt heilmikla varnarræðu áður en við borðuðum hann, sagðist hafa ætlað að gera Tyramisú en ekki átt rétta hráefnið og þessvegna notað eitthvað annað sem hún átti og ég man ekki hvað var, enda hef ég EKKERT vit á desertum. Hún hefði getað sleppt ræðunni því þetta var Bara gott gott !

En nú verð ég að jafnhenda mér í pappamassið og seinna í dag fer ég út úr bænum og lengst út í sveit. Nú er Alfahelgin, svo nú er mín spennt og full tilhlökkunnar !
Aumingja Gíslinn þarf að borða afganginn af kjúklingaréttinum karakterlausa alla helgina svo hugsið fallega til hans.
Hafið það toppgott yfir helgina...það ætla ég líka að gera,
saran...........
Snúður í sólinni
snúður að sleikja sólina.