Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

17.2.05

Það er engin smá þakkarskuld...
sem ég er búin að koma mér í við hana Elínu Björk ! Hún kom hingað til mín í dag eins og til stóð og brilleraði í blogghúsinu mínu. Hún kom þessu fína komment-kerfi upp, mjög aðgengilegt (gat samt ekki kommentað frá tölvunni í skólanum ?) og svo kenndi hún mér að búa til *dyr* að öðrum herbergjum héðan frá , einhvernveginn svona virkar það !! Ekkert lát á tæknibyltingunni :)
Ég lofa svo að fara að blogga eitthvað af viti, þegar ég er komin ofan úr tæknivímu-skýjunum.
Var að koma heim úr vinnunni, ætla nú að skella einhverju í pott og elda...maður verður víst að næra sig líka,
Ástarþakkir fyrir hjálpina Elín mín,
kv, saran.......