Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

17.2.05

Vetur.com !

Þa´barra sona, ALVÖRU vetur - ekki bara einn dagur, eða tveir, heldur MARGIR margir. Þessi staða hefur meðal annars gert það að verkum að ég hef læknast fullkomlega af hálkufóbíunni minni sem ég var búin að hlúa svo vel að og dvelja við í 17 ár!
Nú bara sest ég upp í minn skærgræna bíl hvernig sem viðrar og þeysi hvert sem er og það er sko léttir !
Er bara ekki nógu rík til að taka leigubíl alla daga svo ég bara VARÐ. Flott það :)

Þessa stundina bíð ég spennt eftir Elínu Björk(u?), hún ætlar að skjótast til mín í kaffi og NAMMI og leiðbeina mér í stýrishúsi blogghússins nýja... eitt og annað sem þarf að ditta að, var bara tilbúið undir tréverk þegar ég flutti inn.
Nú er mér ekki til setunnar boðið, ætla að skjótast út í búð og kaupa NAMMIÐ sem verður með kaffinu. Og við ætlum að borða það með Glöðu Geði en ekki móðga það með kommentunum : ég má þetta ekki , þetta er ekki gott fyrir mig og co...
Hugsið ykkur hvað nammið þarf að þola alla daga að hlusta á þessar athugasemdir fólks rétt áður en það stingur því upp í sig !
Bless í bili......saran