Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

6.5.07

Vetur að baki , guði sé lof!Originally uploaded by sara johanna.

Ekki get ég sagt að ég komi mjög spræk undan þessum vetri.
Það er engu líkara en ég hafi orðið undir valtara, bæði í andlegum og líkamlegum skilningi. Þetta var aðeins of mikil törn, vinna/skóli/vinnustofa ásamt óvæntum samskiptaerfiðleikum á köflum.
Síðasti vinnudagurinn var á föstudag og ég hef nánast sofið alla helgina ;)
Skólinn er líka að baki og ég orðin Sjókokkur eða Matsveinn, nema hvorttveggja sé. Langþráð *sumarfrí* er að hefjast, þar sem ég get verið á vinnustofunni daginn út og daginn inn. Mikið lifandis skelfingar ósköp er það góð tilfinning!
Ég býst við að ég fari að rifja upp gamla bloggtakta þegar ég hef safnað mér betur saman, sem ég á von á að verði fljótlega:)
Það er náttúrulega engin umferð á síðuna mína núna enda bloggaði ég síðast í DESEMBER 2006!!!
- annars allt með kyrrum kjörum,
kveðja, sara..........