Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

30.12.06

Gleðilega Hátíð!


painting the ceiling
Originally uploaded by sara johanna.

Já ég veit að ég hef ekki verið ötull bloggari í haust og vetur ;)
Ætla nú ekki að þreyta ykkur með afsökunarlangloku en í stuttu máli verið hlaðin störfum og námi og orðið að forgangsraða...það gerðist bara sjálfvirkt og þurfti enga ákvörðunartöku.
Ég kann vel við að hafa lífið í mörgum litum og fjölbreytt, þoli illa áralangar hefðir nema sé eitthvað um kræsilegar breytingar inná milli.
Þannig er ég nú komin á fullt á nýjum vettvangi, auk myndlistariðkunninnar vinn ég í mötuneyti á morgnanna og er í kokkanámi á kvöldin.
Viku fyrir jól kom upp ný staða á heimilinu, nýir íbúar ákváðu að hreiðra um sig í kjallaranum. Dóttir bóndans og hennar kærasti. Nú var allt sett í týpíska íslenska gírinn, allt skyldi gerast helst strax í gær.
Hirðsmiðurinn Gummi var kallaður til , keypt var eldhusinnrétting og búin til íbúð í kjallaranum einn tveir og þrír :)))))
Jólaundirbúningurinn raskaðist ögn og allt kapp var lagt á að klára dæmið og húsið fór á hvolf.
Þetta hafðist allt og hjónaleysin fluttu inn í gær.
Þetta vissi enginn rúmri viku fyrir jól.
Nú og svo tóku við jólaboðin, skötuveislan árlega, og stórt fjölskyldujólaboð á annann og nú er verið að undirbúa 17 manna matarveislu á gamlárskvöld.
Svo í mínum ranni er líf og fjör og það líkar mér.
Óska ykkur öllum (kannski bara 3-4 sem enn kíkja á bloggið mitt sökum leti minnar;) áframhaldandi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Það flysjaðist nokkuð verulega úr jólakortasendingunum vegna annríkis og vona ég að mér verði fyrirgefið það.