Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

7.5.07

Allt komið á fullt!


Originally uploaded by sara johanna.

Mágkona mín er komin á fæðingardeildina og Ylfa Mist bróðurdóttir mín keyrir í loftköstum frá Bolungarvík til að vera viðstödd fæðinguna.
Hún er semsagt að eignast bróður, 33 ára gömul stúlkan!
Og nú ganga sms-skeytin á milli : 15 mínútur á milli hríða, vatnið farið o.s.frv. Ylfa ætlar að reyna að komast þetta á 5-6 tímum.
Mikil spenna og tilhlökkun ríkir í fjölskyldunni gjörvallri.
Þessi mynd var tekin þegar Tamila var aðeins komin 18 vikur á leið, þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig kviðurinn lítur út núna!