Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

8.5.07

Jedúdamía!Originally uploaded by sara johanna.

Litli salsaprinsinn kom í heimin laust fyrir kl. 5 í morgun. Ylfa, stóra systir náði að vera viðstödd fæðinguna og tók þessa fyrstu mynd af sveinbarninu. Hún kom ekki heim fyrr en snemma í morgun og fékk sér langþráðan blund. Þegar ég svo vaknaði seint og um síðir eftir slitrótta spennunótt var ég svo bráðlát að ég laumaðist ofan í veskið hennar , hnuplaði myndavélinni og hlóð myndunum inní tölvuna mína. Ylfa bloggaði um atburðinn áður en hún fór að sofa , linkur hér til hliðar. Ég bætti svo myndinni inná það síðar.
Innilegar hamingjuóskir til foreldra og systra og velkominn í heiminn ungi piltur!