Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

24.5.07

Sjókokkur á vitlausum stað!


sjókokkar
Originally uploaded by sara johanna.

Ég er náttúrulega kolvitlaust staðsett á hnettinum í dag.
Í dag ætti ég með réttu að vera stödd í Digraneskirkju klukkan eitthvað sem ég man ekki, með blóm í barmi og tár á hvarmi að taka á móti prófskírteininu úr kokkaskólanum! Í dag er ég orðin löglegur Sjókokkur! Á skírteininu heitir það líklega Matsveinn, en í daglegu tali kallað sjókokkurinn.
Eftir athöfnina ætti ég svo að mæta í myndatöku með hópnum, en að þessu sinni verð ég ein af þessum: *á myndina vantar.........*

Ég hugsaði bara ekkert út í þetta þegar Tenerife ferðin var pöntuð og keypt.
Vissi reyndar ekki þá að það yrði formleg útskrift með pompi og prakt.....
Fífl gat ég verið!!!! -Þarna missti ég af glás af útskriftargjöfum sem hefðu getað verið sitthvað smálegt þessu tengt. Í fljótu bragði koma í hugann hlutir eins og gaseldavél með sjálfhreinsandi ofni, ísvél, hakkavél, hrærivél, kjarnhitamælir, borðstofusett, laukklukka, frystiskápur, utanlandsferðir með gömlum frænkum, já og kannski Sigma 10-20mm víðlinsa á myndavélina mína!
en nei.....fyrir fljótfærni og flautaþyrilshátt missti ég af þessu öllu :(

Tvennt get ég samt yljað mér við á þessum degi:
númer 1) Það ER til hópmynd af okkur sem útskrifumst í dag, þar sem ekki er neinn sem: *á myndina vantar* Ég tók hana sjálf (myndavélin á þrífæti) rétt áður en við fórum í lokaprófið í verklegri matreiðslu. Við höfðum mjög nauman tíma fyrir myndatöku og vorum öll útúr stressuð þó það sjáist engan veginn á svipnum á okkur, allir með kúlið á sínum stað (svona að mestu leyti ;) - hinsvegar vegna tímaskortsins náði ég ekki að stilla vélina eins vel og ég hefði getað annars ;)
númer 2) ég FÉKK útskriftargjöf áður en ég fór út, alveg gersamlega óvænt: Bryndís systir og Garðar mágur færðu mér æðislega blágræna kertalukt (ylfa, er það nokkuð lugt?) , rauðvínsflösku OG Balayeurs du desert, diskinn með hljómsveitinni sem fylgdi Risessunni um Reykjavík á dögunum! Hann er alveg æði!
Takki takk elskurnar, þið björguðuð deginum!

Í dag, klukkan eitthvað sem ég man ekki, er ég í huganum með skólafélögum mínum í útskriftinni... og bara óska okkur öllum innilega til hamingju með daginn !