Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

25.5.07

9 holur, flugferð og magaverkur


Golfari við iðju sína
Originally uploaded by sara johanna.

Brá mér á golfvöllinn í bítið í morgun með golfurunum. Ég lét mér nægja að fylgja þeim 9 holur af 18 og tók svo leigubíl heim. Fallegur golfvöllur, það vantar ekki! og veðrið lék við hvurn sinn fingur.
Fyrir utan að forvitnast var mitt hlutverk var að taka af þeim myndir en það gekk ekki alveg nógu vel. Ég er ekki nógu örugg á stillingarnar og óvön að taka myndir í svona mikilli birtu. Náði samt nokkrum þokkalegum held ég. Nú svo kann ég ekkert reglurnar og stóð oft á vitlausum stað, alltaf verið að segja mér að fara hingað eða þangað svo ég fengi ekki bolta í hausinn (sem ég hélt að héti kúla og fékk háðsglósur fyrir) ....Gengur betur næst.
Í fyrramálið (laugardag) ætlum við að fljúga til Las Palmas á Kanarí og heimsækja Jóhann frænda , konu hans Christinu og dótturina Söru. Hlakka mikið til að sjá nöfnu mína Jóhannsdóttur sem fæddist í febrúarbyrjun. Jóhann er búinn að útvega okkur íbúð og bíl og ætlar með okkur út að borða annað kvöld að hætti heimamanna eins og hann orðaði það, semsagt ekkert túristadæmi!
Hann hefur búið þarna í 6 ár og kann vel við sig í þessu loftslagi. Það verður mikið gaman að hitta þau og komast í *eðlilegt* umhverfi :)
Annars er bara allt gott, nema ég fékk svakalegan magaverk í gærkvöldi og hélt að nú væri komið að því, maðurinn með ljáinn stæði á svölunum, kominn til að sækja mig. Ég rótaði í skúffunum eftir neyðarnúmeri farastjóranna og benti Gísla á það *in case* ef maginn myndi springa með hvelli. Verkurinn stóð í svona gott korter en hvarf síðan jafn snöggt og hann kom og engin Sara dó. Skessustingur semsagt ;)
Maga-sagan er eingöngu skrifuð Ylfu frænku til skemmtunar, við frænkurnar erum nefnilega við dauðans dyr a.m.k. einu sinni í viku, og þegar verst lætur oft á dag!
Það er engan veginn hægt að útskýra þetta syndróm fyrir eðlilegu fólki, held að við séum þær einu í heiminum sem eru haldnar því ;)

En nú er það sólin..... ég VERÐ að fara að byrja að sóla mig eitthvað, búin að vera hér í viku og 2 daga og bara búin að fara í sólbað í einn klukkutíma á svölunum! Ég hef ekki eirð í mér til að liggja kjur í sólbaði. Hinsvegar er gaman að svamla í sjónum, kannski ég bregði mér bara niður á strönd!