Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

13.5.07

Risa helgi


Risessan fær sleikjó
Originally uploaded by sara johanna.

Það er búið að vera vitlaust að gera undanfarið, Listaháskóla útskriftarsýningin opnaði í gær og ég og aðrar mötuneytiskonur þaðan sjáum um kaffisöluna. Skemmtileg sýning sem ég mæli með, staðsett í Ártúnsbrekkunni í gömlu kartöflugeymslunum. Mjög skemmtileg bygging og svæðið í kring eins og maður sé staddur út í miðri sveit. Meira að segja Lóa á hlaðinu önnum kafin í hreiðurgerð.
Mikið er ánægð með að hafa gefið mér tíma til að hitta Risessuna niðrí bæ á föstudagseftirmiðdaginn. Það var stórkostleg upplifun og gleðibrosið var áfast á mér í sólarhring á eftir og er eiginlega enn ef grannt er skoðað. Þvílíkt konfekt sem götuleikhúsið franska var fyrir öll skilningarvit og ekki síst hjartað! Langt síðan ég hef fundið fyrir svona fölskvalausri gleði frá toppi til táar, konstant hamingjukasti!
Takk,takk,takk, Listahátíð, fyrir að fá þessa snillinga hingað!