Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

16.5.07

Farin í biliOriginally uploaded by sara johanna.

Tenerife heitir staðurinn og þar er hlýtt í veðri, mátulega hlýtt fyrir mig, svona í kringum 25 stig held ég. Ég kíkti inná Yahoo veðurspána og fékk ekki fagrar veðurlýsingar þar fyrir utan hitann sem er fínn, Þar er spáð þrumuveðri með tilheyrandi eldingum og regni alla fyrstu vikuna! Spáin náði ekki inní viku númer tvö.... Er ég að breytast í óveðurskráku ? því akkúrat svona veður var í utanlandsferðinni minni í ágúst í fyrra! Ég bara trúi þessu ekki, örugglega bara prentvilla....