Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

6.9.06

Þriðjudagur til þrautar.....


Sky today
Originally uploaded by sara johanna.
Ég er orðin svo kvöldsvæf síðan ég byrjaði að vinna snemma og menntast seint að ég hafði ekki séð einn rockstar þátt fyrr en í nótt.
Og þá var sko komin nótt hjá mér! Ég hélt augunum opnum á þrjóskunni einni saman til kl. rúmlega tvö, ákvað að kjósa fyrst ég var vakandi, kaus 5 sinnum en var þá svo heppin að sýstemið fraus, hvort sem það var tölvan mín eða sjálf síðan veit ég ekki, svo ég lokaði tölvunni og augunum nokkrum mínútum síðar, dauðfegin að komast í draumalandið. Mikið rosalega er leiðinlegt að fá allt þetta auglýsingaflóð yfir sig! tvö lög- 30 auglýsingar, 2 næstu lög - 40 auglýsingar.......nei, nenni þessu ekki. Ég á ekki vídéó sem væri það eina rétta í þessu dæmi, taka upp þáttinn og hraðspóla yfir auglýsingarnar. Hafi verið einhver spenna í þessum þ´tti, datt hún niður dauð í auglýsingahléunum.
Not my cop of tea. og þessir þrír gaurar í dómnefndinni!!! say no more.
4 og hálfur tími í svefn er OF lítið fyrir mig.
Til að snúa sólarhringnum ekki við, er ég búin að pína mig til að sofna ekki í dag, og hef þarafleiðandi verið eins og svefngengill.....á hálfu gasi.
Það er jafn gaman í skólanum og síðast og örverufræðin meira spennandi en ég hélt, enda mjög fínn kennari sem kemur fræðunum frá sér á lifandi og myndrænan hátt. Talar um örverurnar eins og um fjölbreytta og litríka karaktera sé að ræða, verð að berja saman smá örverupistil fyrir ykkur innan tíðar. Konan sem kennir okkur er Líffræðingur og nú er ég að byrja að skilja afhverju einstaka fólki dettur í hug að læra þetta fag og gera að sínu lífsstarfi að miðla upplýsingunum! Kannski ég fari bara í líffræði þegar ég er búin með kokkinn og ljósmyndarann ;)