Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

2.9.06

Long time - no blogg!


Never too late......
Originally uploaded by sara johanna.
Það er búið að ganga svo mikið á í mínu litla lífi að ég hef ekki gefið mér tíma til dagbókarskrifa, nema á myndablogginu mínu á Flickr.
Ég er byrjuð að vinna í eldhúsinu í Listaháskólanum á morgnanna, er á vinnustofunni um miðbik daganna og fer svo í menntó á kvöldin!
Er semsagt að taka matsveininn, sjókokkinn, eða hvað það er kallað.
Þetta er eins árs nám og þarna er manni uppálagt að mæta á svæðið í alvöru kokkabúningi! Mjög skondið, hélt þetta væri spaug í kennaranum, en nei, bláköld alvara var það.
Auk þess þurfum við nemarnir að fjárfesta í alvöru hnífum af bestu sort, skurðarhnífum, grænmetishníf, úrbeiningahníf, fiskskurðarhníf, brauðhníf og stáli til að halda bitinu við í þeim.
Fyrstu dagarnir hafa að mestu farið í að kynna okkur fyrir milljón trilljón örverum og bakteríum sem eru að spássera í borðtuskum, á eldhúsborðum og víðar, svo nú bregður svo við að ég er með handþvott og þrif á heilanum og er eiginlega orðin tuskuóð.....ja hérna, öðru vísi mér áður brá.
Annars bar það til tíðinda í byrjun ágústmánaðar að ég varð hálfrar aldar gömul og stakk af í tilefni af því, brá mér ásamt ektamakanum til Ítalíu, Slóveníu og Króatíu. Þetta var hin hressilegasta tveggja vikna ferð, sirka þrír sólardagar, hina dagana voru þrumur og eldingar, með þvílíkri rigningu að það var bara fyndið. Bráðskemmtileg ferð, þrátt fyrir eða kannski vegna þessa.
Ég á varla von á að nokkur lesi þennan pistil, þar sem ég hef ekki skrifað svo lengi, allir örugglega hættir að kíkja við.
svo ég hef þetta ekki lengra að sinni.