Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

20.7.06

Sól Sól skín á mig....

Þegar ég heyrði hverja tilkynninguna eftir annarri um að fyrirtækjum væri lokað í dag vegna veðurs, ákvað ég að loka minni pappamassa-fabrikku ehf og gefa mér frí frá pappírsvinnunni en flatmaga þess í stað í garðinum mínum.

Og nú nokkrum tímum síðar, er ég flúin inní hús í svalann. Var komin að því að stikna og farin að renna til í svitapollinum eftir mig.

Svona er maður nú mikill kjúklingur ;)