Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

19.7.06

Pappafólk að fæðast.......


still in process
Originally uploaded by sara johanna.
Ég er búin að vera temmilega upptekin síðan ég leigði mér vinnustofuna á Seljaveginum. Allt annað líf að fara svona langt í vinnuna, maður fer átómatískt í vinnugírinn og hefur ekkert til að láta glepjast af, því þarna eru bara græjurnar sem ég nota við myndsköpunina, ekkert hversdagslegt vesen sem fylgir heimili.

Við fengum gest frá Skotlandi í þriggja vikna heimsókn í júní/júlí , Konu sem ég kynntist í gegnum Flickr- ljósmyndabloggið á netinu semsagt. Þetta voru stórfínar þrjár vikur, við ákváðum í sameiningu, ég og gesturinn að hafa þetta eins *kasúal* og hægt væri, engin gestalæti og vesen. Hún kom með mér í vinnuna á vinnustofunni og vann þar sín verk á meðan ég vann mín.

Við vorum boðnar í nokkrar afmælisveislur (meirihluti fjölskyldu minnar og vina á afmæli að sumri, flestir í júní/júlí)
Heimsóttum fólk, fórum í göngutúra og á þvæling í miðbænum, sem hún heillaðist sérstaklega að.
Vegna komu hennar, sósilíseraði ég meira en ég hef gert í mörg ár, en það er nokkuð sem er stórhættulegt að láta detta út úr prógramminu hjá sér.

Við skruppum til Ísafjarðar í 3 daga, fengum þar lánað heilt hús, gamalt, lítið og fallegt, og lifðum í vellistingum í mat hjá mömmu og Ylfu frænku til skiptis.
Síðasta daginn hennar hér bauð svo Gísli okkur í gullna þríhyrninginn, Geysi Gullfoss og Þingvelli.

Hún heillaðist þvílíkt að landi og þjóð, að nú vill hún ólm flytja hingað. Hún keypti sér lingafón og er byrjuð að læra íslensku meira að segja. Hér fannst henni orkan flæða, allt svo litríkt, börnin svo frjáls, lífið svo litríkt svo eitthvað sé nefnt.
Ég gæti skrifað heila ritgerð um niðurstöður hennar og samanburð á okkar borg og hennar ef því væri að skipta.......og geri það kannski bara fljótlega, er of tímabundin í þessu augnabliki.

setningin : og svo erum við alltaf að væla! var daglegur gestur í huga mínum þessar þrjár vikur.

stoppa hér að sinni.......
p.s. það er myndasyrpa af veru hennar hér á flickr-síðunni minni undir nafninu LisaMac on visit.......