Í gær kom í ljós að á vetri komanda þarf ég að skipta mér í þrennt.
ég verð menntaskólanemi, aðstoðarkokkur og myndlistarkona.
Þetta hafði ég ekki hugmynd um í fyrradag!
Ég innritaði mig í matsveinanám (sjókokkinn) í Menntaskóla Kópavogs , og í miðri innritun, hringdi gemsinn minn með atvinnutilboð : aðstoðarkokkur í Listaháskólanum í Laugarnesi.
Ég er nýbúin að fá þessa fínu vinnustofu á Seljavegi og verð að reyna að nýta hana eitthvað meðfram náminu og vinnunni.
Hæstánægð með þessar nýju fréttir, fór ég svo að passa frænkur mínar í gærkvöldi, þar sem foreldrar þeirra fóru á Roger Waters tónleikana í Egilshöll. Eitthvað hlýt ég að hafa verið nett-manísk, því á einhverjum tímapunkti, greip ég tusku og fleiri hreingerningartól og vissi ekki af fyrr en ég var búin að standa í stórþrifum á íbúð systur minnar og mágs í ÞRJÁ og hálfan tíma!!!! Nokkuð sem ég geri ekki ótilneydd.....Og ekki var ég beðin um að gera nokkurn skapaðan hlut sem tengist þrifum.
Þetta byrjaði á sakleysislegu uppvaski, en vatt síðan uppá sig og ég áttaði mig eiginlega ekki á í hvaða ham ég var fyrr en önnur litla frænkan sagði í forundran : Sara, afhverju ertu svona rauð í framan?
Eftir hamaganginn horfði ég á Babettes Gjestebud þangað til ég fór heim um hálf tvö og sofnaði eins og engill í allri endorfín vímunni ;)
Mikið rosalega er GOTT þegar orkan í manni fer á svona flug.
ég byði samt ekki í að vera svona á hverjum degi.
Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007