Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

29.5.06

Nú er það svart :


street
Originally uploaded by sara johanna.
Íhaldið og framsókn búið að rotta sig saman um borgina.
Ekki fallegt það! Ég var í Köben á kosningadaginn að borða krókódíl og kengúru á áströlskum veitingastað. Alveg svakalega ljúfengtt kjöt get ég sagt ykkur, krókódíllinn er hvítt kjöt (sviðað og kjúklingur) ég var dulítið hissa á því. Kengúran er hinsvegar dökkt kjöt. Ég hefði haldið að þetta væri öfugt.

Við fórum í þessa helgarferð með frænda mínum og konu hans og lentum í spaugilegu klúðri við mikla leit að ákveðnu grilli sem frændi minn ætlaði að kaupa þarna í leiðinni. Við hringdum í búðir og áttum mjög erfitt með að taka við upplýsingunum, skildum illa dönskuna og erfitt að ná niður götuheiti í gegn um síma. Við skiptumst á að hlusta á danann og fengum jafnmörg götuheiti og nafn á búðinni og við vorum mörg. Ekkert okkar heyrði þetta eins.

Við komum okkur svo saman um eina útgáfuna og lögðum í hann. Þetta var töluverð vegalengd, svo það endaði með að við fengum okkur leigubíl.
Búðin fannst að lokum, en þá kom í ljós að þetta grill var ekkert til þar. Það hafði þá líka misskilist! Daginn eftir var farið í annan grill-leiðangur en það klúðraðist líka því eftir að herrarnir höfðu gengið sig upp að hnjám kom í ljós að þetta var skrifstofuhúsnæði einhverrar sölukeðju, búðin var á Jótlandi! Það hafði semsagt ekki skilað sér í símtalinu ;)
Ég held að ég sé á einhverju klúður-tímabili í lífi mínu! Ég nenni samt ekki að pirra mig yfir því. Þetta gengur örugglega yfir einn daginn.

Við ætluðum líka að bregða okkur á skemmtilegt veitingahús sem heitir Loftkastalinn og leituðum að honum út um allar trissur, höfðum farið á hann fyrir tveimur árum en fundum nú hvergi. Þetta var í stórri skemmu, þarna var hlaðborð sem maður mokaði af og síðan var diskurinn vigtaður og rukkað eftir vigtinni. Þetta var á hafnarbakka, en þar hafði verið sturtað niður hvítum sandi og komið fyrir hvítum leðursófasettum utandyra.
Komumst að lokum að því að honum hafði verið lokað fyrir einu ári og húsið rifið! ekki furða að við fundum það ekki.

Við bættum okkur upp allar fýluferðirnar með því að fara á góðan blús klúbb, Mojo, þar var alveg klassa band að spila og fyndið líka þar sem bassaleikarinn var með mjög dularfullan kæk, andaði eins og gullfiskur...en spilaði eins og engill.

Jamm, svona var nú það.