Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

23.12.05


Nú fer skötuboðið að bresta á. Ég lagði á borð áður en ég fór að sofa í gærkvöldi, allt bleikt að þessu sinni (skrýtið!)
Um tólf leitið fara gestirnir að streyma inn, 29 að tölu.
Skatan er komin í hús, en hún er samkvæmt venju í boði foreldra minna, vel kæst vestfirsk tindabykkja, verkuð á Súgandafirði og að sjálfsögðu höfum við hnoðmör með og heimabakað rúgbrauð sem Magga svil bakar og tekur með sér. Ég á örugglega eftir að dæla inn myndum af boðinu í kvöld ef ég þekki mig rétt ..... gaman, gaman.......