Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

1.11.05

having fun
Búin að skemmta mér vel í fótósjoppunni í kvöld.
það má deila um hvort útkoman er bull en það skiptir engu máli.
þetta er eins og að detta ofan í góðan dótakassa.
Fór í verslunarleiðangur í dag með foreldrum mínum, annarsvegar í tölvubúð
til að kaupa tösku undir tölvuna hennar mömmu og hinsvegar í ljósabúð að kaupa ljósaperur !
Í tölvubúðinni ( apple, auðvitað ) sá ég teiknibretti til að tengja við tölvuna - einmitt upplagt í fótósjoppið, en kostar morðfjár (45 þús) svo enn bætist á óskalistann minn.... sem ég var að fatta að inniheldur bara tæki !
.......öðru vísi mér áður brá .....