Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

10.10.05

my favorite nuts
Keypti þessar í Grikklandi um daginn, himneskar á bragðið, ætlaði einmitt að bjóða þær gestunum á laugardag en steingleymdi því- heppin ;) nú úða ég þeim í mig og get ekki stoppað. Þetta er hádegismaturinn minn í dag.
Annars er dagurinn í dag svona mánudagur sem hefst á sjálfsniðurrifi og í framhaldinu fögrum fyrirheitum um betrun í hinu og þessu, fara að hreyfa sig, huga meira að hollustu, vera duglegri og so on....
Ætlaði að byrja með stæl, en snéri við í dyrunum....kalt-kalt, brrrrrr.... eins og kettirnir þegar þeir snúa við í dyrunum
þegar þeir komast að því að það rignir.
Fallegt gluggaveður í dag :)