Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

13.10.05

sun and snow, this morning
Fann skíðagallann í morgun og byrjaði daginn með göngutúr í
þessu líka fallega veðri. Snjórinn eins og hveiti hefði verið sáldrað á göturnar
og sólin svo lágt á lofti að skuggarnir teygðu sig langar leiðir
og ég hæstánægð með skuggann minn því samkvæmt honum
var ég afburða há og grönn :)
Það er bara þægilegt að vera úti í logni og frosti
þegar maður er í hlýjum og góðum galla.
Annars er ég frekar frústreruð innan í mér þessa dagana , hálf pirruð
og leiðinleg og á auðvelt með að hafa allt á hornum mér (annað með halann;)
Gæti spilað þar inní að ég var að hætta að reykja - í fjórða skipti -
síðasta bindindi stóð í 7 mánuði og þegar ég sprakk var eins og
ég þyrfti að bæta mér það upp og reykti helmingi meira en áður :(
sem gæti verið ástæðan fyrir svæsnum fráhvarfseinkennum núna.
búin að vera hætt í þrjá daga....denne gangen ;)