Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

25.8.05

Dynasaurus...
Það er búin að vera rauð risaeðla fyrir utan húsið mitt í tvo daga.
Hún er að rústa sameiginlegu torgi íbúanna hér í u-inu,
því nú á að breyta og bæta.
Þarna voru nokkrar 30 ára gamlar aspir hverjar höfðu rætur sem líkjast risakolkröbbum og bara tímaspursmál hvenær þær sprengdu sér leið inn í húsin og rifu í sundur allar lagnir þvers og kruss.
Það hefði ekki verið gaman að fá svona kolkrabbarót upp úr klósettinu einn góðan veðurdag, hefði maður setið þar í sakleysi sínu og lesið sitt andrésblað.
Mjög skrítið og berangurslegt um að litast núna. Ekki laust við að ég sakni þeirra.