Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

18.5.05

Ég vissi það ekki fyrr en matarboðið sem ég bauð norskum mæðginum í var við það að hefjast að þetta var sjálfur þjóðhátíðardagur þeirra 17. maí . Bjartur, nýfermdi frændi minn er hálf norskur og pabbi hans og amma komu af því tilefni til landsins. Amman er skemmtileg kona , kemur til dyranna eins og hún er klædd og nennir ekki að vera í hlutverkaleik svo ég bauð henni með mér á bæjarrölt í dag og við fórum á gallerí og kaffihúsarölt og svo í góðan bíltúr á eftir meðfram strandlengju bæjarins - Ég skemmti mér vel, góður félagsskapur og gaman að þvælast niðrí bæ !
amman !
Hún er eins og sprottin úr skemmtilegu ævintýri og er hér á keramik sýningu hjá Ófegi á skólavörðustígnum.
Stuttu síðar vorum við staddar við Hallgrímskirkju og þar komst hún í kynni við íslenskan karlmann:
amman II
Ég fór svo í búðina og keypti kjúkling í miklu magni, lagði hann í appelsínuþykknisbað sem hafði áður verið blandað með púðursykri og engifer. þetta svo steikt með lauk, papríku og barnagulrótum. Að lokum ofnbakað í rólegheitum á meðan grjón voru soðin, kálið skorið og víni hellt í 9 glös, kókakóla fór í það tíunda (fermingardrengurinn)
aðdáandi per exelance
Aðdáandi númer eitt tvö og þrjú.......
Snúður klikkar ekki og fylgist með hverju handtaki mínu við eldamennskuna - alltaf.... Hann lifir alltaf í voninni um að allt tilstandið sé bara fyrir hann !
stöðugt á staðnum
gefst ekki upp !