Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007
4.5.05
Ég er búin að fá reisupassann sem einkabílstjóri Gíslans , gaurinn orðinn sjálfstæður aftur og kominn á sjö sinnum betri bíl en ég !! Þá eru tveir möguleikar í stöðunni : urra eða samgleðjast !
Ég vel seinni kostinn.
Þetta er alveg fanta góður bíll. Hann hefur allt sem þarf : hann er RAUÐUR og með GEISLASPILARA ! Á þessum bæ hefur aldrei verið bíll gæddur þessum hæfileikum svo ég fagnaði át lád og hrópaði YESSSSSS!!!!
Eftir að við höfðum svælt í okkur heiðarlegum kjötfarsbollum í kálbögglum a la mamma , með gulrótum, kartöflum og smjöri - elska svona mat....og Gíslinn horft á viðureign hauka og vestmannaeyinga í handbolta eða fótbolta ( gleymdi að spyrja hvort heldur var ) bauð hann minns í BÍLTÚR ...
Sem ég þáði þrátt fyrir hrikalegar annir við undirbúning fermingarveislunnar, nú er ég að klára að baka (massa).. pönnsur og flatkökur (búin með aðalterturnar), útbúa pakka og öll umslögin með 5þúsundköllunum í , veisluborðin og.......úff nú fæ ég panikkkast.........ég á eftir að ......og ........þetta .....og hitt.....
Fyrsta sem mér datt í hug var að grípa eitthvað með mér í geislaspilarann og valdi flott : Led Zeppelin II , vúúúú!!!!!!
Whole lotta love, Lemon song, Heartbreaker, og co.... og þvílíkt sem var gaman að heyra þetta í almennilegum græjum, Nú byrja ég að safna fyrir svona græjum inná heimilið... first thing in the morning.....
Þegar ég er í miðju kafi að hlusta á Zeppelín trommusóló, og við stödd á holóttum sveitastíg við bæjarmörkin einhversstaðar stoppar hann og býður mér sætaskipti, vitandi að ég hef aldrei keyrt sjálfskiptan bíl.... , kennir mér grunnatriðin og stingur svo uppá að ég keyri heim ! Það var ekkert bara bara fyrir mig sem er með heilann prógrammeraðan á kúplingu og gírstöng- og ótrúlegt að hann skuli þora að láta mig gossa út í umferðina á kagganum, kunnandi ekki að keyra svona tæki - svona á fyrsta degi...... þetta gekk síðan bara eins og í sögu - rosalega gott að keyra góðan bíl- það hef ég bara aldrei prófað . Þessi er með þið vitið, vökvastýri, bremsum með bókstöfum sem ég man ekki (ubvs kannski) krús og hvaðeina. Get núna skilið að fólk vilji eiga þægilega bíla en ekki bara dós til að flytja mann á milli staða - eins og ég hef alltaf litið á þetta. Ekki spillir fyrir að þetta er diskótek í leiðinni..
Hvað um það, best að halda áfram með veisluna...
saran....... sjálfskipt ?? ....eða beinskipt?
á kafi í pappabakstri........