Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

18.4.05

morgunsopinn
Jæja, þá er kominn mánudagur eina ferðina enn, ferskur og fínn.
Það syngur enn í hausnum á mér eftir tónlistarskammt helgarinnar.
Fór á útgáfutónleika Trabantanna á föstudagskvöld og sé ekki eftir því ! Alveg hreint frábær skemmtun fyrir öll skilningarvit og vel heppnað show . Í gær fór ég svo á samkomu í Fíladelfíu með Garranum og annarri dóttur hans sem líka er systurdóttir mín . Við ákváðum að vera eins framalega og unnt var og komum okkur fyrir á öðrum bekk. Þannig fengum við tónlistina beint í æð, gospelkór og hljómsveit Fíladelfíu. Við sungum með á fullu blasti , stöppuðum og klöppuðum og duttum í góða gleðivímu, samt ekki í gólfið ;) . Þarna verður mikil tónlistarveisla og lofjörðarsamkoma á fimmtudagskvöld (sumardaginn fyrsta) þar sem lofgjörðarsveit Samhjálpar sameinast þeim. Stefni á að mæta þar !
Var að fatta að það er HÁLFT ÁR síðan ég hætti að reykja !! Er farin að geta sungið aftur - þó röddin verði nú seint eða aldrei tær :) en hún er ekki eins gauðrifin og hún var orðin, blessunin... Fólk heldur samt ennþá að ég sé kall þegar ég svara í símann, og í fíló í gær tók ég eftir að ég datt alltaf inní röddunina hjá bössunum annað veifið... en það lagast örugglega með tímanum... verð komin með þessa fínu barbie rödd áður en ég veit af !
...höfum það bra.......saran........syngjandi kát :)