Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

14.3.05

Vorið nálgast óðfluga
face
sem þýðir m.a. að styttast fer í sýninguna mína í Safnasafninu fyrir norðan. En nú er búið að flýta sýningunni um viku ! (hefði hentað betur að henni hefði verið seinkað um viku :) ) Samt er fínt að fá svona spark í rassinn, hleypir nýju blóði í mig og adrenalínframleiðslan eykst til muna, ég er eins og flestir íslendingar, vinn best undir álagi, allt á síðustu stundu syndrómið.
og það var eins og við manninn mælt, strax eftir símtalið með fréttunum um að sýningunni yrði flýtt, bretti ég ermarnar upp að öxlum og réðst með látum á pappafólkið mitt til að klára það og byrja á nýju .....Búin að vera dugleg í morgun !
ég ætla nefnilega að senda megnið af sýningunni norður- áður en ég fer út.
Annars er ég búin að vera óttalega döpur og leið undanfarna daga, full af sjálfsniðurrifi og leiðindum og fundist ég vera ein á eyðieyju. Sannast hið fornkveðna að lífið er ekki alltaf tívolí !
Koma dagar og koma ráð.... kannski breytist lífið í tívolí á föstudaginn þegar flugfreyjan hvíslar með seiðandi röddu í mígrófóninn : vinsamlegast spennið öryggisbeltin og hallið ykkur aftur því nú ætla ég að syngja fyrir ykkur nokkur lög !
eða kannski segir hún eitthvað allt annað.
saran.......súr-sæt....