Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

16.3.05

Kuldakastið í rénun...
...eftir því sem Gestur Einar segir mér í útvarpinu. Þetta stendur til bóta sem betur fer. Hrafnhildur kíkti til okkar í gærkvöldi , fyrst og fremst til að gæða sér á ostaköku Elínar og var með vatn í munninum af tilhlökkun , og meðan við biðum eftir namminu kíktum við á veðrið í Beaver creek (skíðasvæðið sem við erum að fara á) og fengum nett áfall þegar í ljós kom að á laugardag yrði tuttugu og eitthvað stiga frost brrrrrrrrrr!! Við föttuðum um síðir að þetta voru farenheit gráður en ekki celcius og létti stórum. Við vorum líka að dunda okkur við að skoða canon myndavélar á netinu því við ætlum báðar að fjárfesta í einni slíkri. Ekkert bólaði á ostakökunni sem síðar kom í ljós að var eðlilegt, þar sem Elín hafði þurft að fara annað í skyndingu og sent um það skilaboð á bloggið, en óvart í kommentaglugga á gömlu bloggi . Þetta er allt saman fyrirgefið, Elín mín , þar sem þetta voru mannleg mistök en ekki vítavert gáleysi ;) Við fengum okkur bara gott ávaxtate í staðinn
Talandi um te, nú er ég búin að fá ábendingu um að kaupa mér Munkapipar-te í ameríkunni, ku vera gott fyrir konur í svitakófi. Einnig Jóhannesarjurt - og svo var Elín að segja mér að til væri jurta-apótek á laugarveginum!! Þar væri hægt að fá allskyns góðgæti við ýmsum kvillum- blóðleysi og name it. (gleymdi að segja þér þetta í gær, Helga, við VERÐUM að kíkja þangað í góðu tómi !) Allt er nú til segi ég nú bara...
Erla Hairdresser
..og saran brá sér í klippingu í gær til Erlu rakara, alltaf notalegt að láta snuddast í hárinu á sér og ekki verður maður ljótari með góða klippingu nema síður sé... Nú er ég að klára-klára tuttuguogtíu hluti sem fixa þarf fyrir utanlandsferðina, þvo föt, klára nokkrar pappamanneskjur til að senda norður og eitt og annað fleira. Gísli vinnur megnið af sólarhringnum til að klára verkefni fyrir ferðina, það er jú vertíð í hans djobbi akkúrat núna. Ég sé hann varla..en því meira sé ég af honum í ferðinni.
stoppa hér,... saran.....spinnegal.........
p.s. hér er veðurspáin fyrir beaver creek Hver vill túlka fyrir mig 18.mars ? Verð að vita hvort nauðsyn er að hafa norska brjóstdropa í farangrinum. ;)