Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

9.3.05

Tossalistinn fór svolítið út um þúfur....
Hefur það nokkurn tíma komið fyrir ykkur?
Ég endaði í heilmiklu ferðalagi, fyrst innan bæjarmarkanna tvist og bast og að lokum á keflavíkurflugvelli ! Á svona dögum spillir ekki fyrir að vera með sveigjanlegt hugarfar og netta pollýönnu-lund. Sonur minn, rokkhundurinn Viddinn glataði vegabréfinu sínu sem er frekar óheppilegt þegar maður er að fara til útlanda, og áttaði sig á þessari glötun í gærkvöldi, kvöldið fyrir utanlandsferðina ! Big Mama bauðst til að skutla piltinum í myndakassa (passamynd) og útlendingaeftirlitið (nýtt vegabréf með hraði- HRAÐI... Þetta gekk bara fínt en hann átti líka eftir að fata sig smávegis upp fyrir ferðina og gerði það en ég beið á kaffihúsi á meðan og hitti þar alveg óvænt vini mína og sæmdarhjónin Laufeyju og Hannes. Eplamúsin mín (tölvan) var með í för og var þetta hennar fyrsta kaffihúsaferð og viti menn auðvitað var þetta netkaffihús. Jæja nema svo líður og bíður og bíður og líður og loks birtist Viddinn kampakátur með plastpoka úr dressmann fullan af fötum og sagði að nú væri hann tilbúinn, nú væri bara að bíða eftir Gísla Galdri (samstarfsmanni og ferðafélaga) og síðan að bruna beint út á BSÍ í flugrútuna. Gísli kom fljótlega og var nú lagt af stað, en nei það þurfti rétt aðeins að koma við á tveimur stöðum til að sækja harða diska og headfóna ....., einhverjum datt þá í hug að líta á klukkuna og úff !!!! rútan - brottför- eftir 10 mínútur !!! WHAT ?? Hvað er að þessari klukku? ekki í lagi heima hjá´enni? Og þeir fóru að spá í hvernig best væri að bregðast við þessu. Auðvitað bauðst mamman til að skutlast með þá suðureftir og fékk margar stjörnur í kladdann fyrir vikið. Þegar við vorum ca. hálfnuð fóru þeir að finna brunalykt og ég sveigði út í kantinn og stoppaði. Það var töluverður reykjarmökkur frá púströrinu og mikill hiti í skottinu- þeir gerðu snögga úttekt á ástandi bílsins en komust ekki að neinni niðurstöðu svo við héldum áfram en sökum lyktar sem líktist brenndu gúmmíi opnuðum við gluggana vel ( vildum ekki deyja úr eiturgufum) og það var doltið svalt í bílnum seinni hluta ferðarinnar, því það var bæði rok og rigning- hífandi rok !og ekki var þægilegur hávaðinn í púströrinu, sem er um það bil að gefa sig.
En til keflavíkur komumst við og nú eru piltarnir komnir til London og fara á morgun í að mastera nýju Trabant plötuna sem kemur út í apríl. Og það verður flott plata get ég lofað án allrar hlutdrægni :)
Gísli Galdur og Viðar Hákon
Kampakátir í Leifsstöð !
Ég bý bara til nýjan tossalista fyrir morgundaginn...
góðar stundir, saran.....nýkomin úr ævintýraferð......