Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

11.3.05

Fagur föstudagur...
Var að koma frá tannlækninum mínum ,
dundaði mér með myndavélina á biðstofunni
og verð að sýna ykkur eina sem kom út úr því :
kannist þið við sjónhornið?
In the waiting room
Það er ósjaldan sem ég gleymi að fara úr plasthlífunum
og skunda út í buskann á þeim, ekki par lekker sjón !
Rolf tannlæknir
Það er kannski ekki svo skrítið að maður sé annars hugar eftir heimsóknina !

Annars er svo skemmtilegt fólk á þessari stofu að það er alltaf gaman líka, að koma þangað...þó það geti stundum verið pínu sársaukafullt..er þetta ekki bara lífið í hnotskurn, svona vont-gott :) ?
En nú VERÐ ég að láta hendur standa fram úr ermum, ég er komin í skuld með ÞRJÁ tossalista og bara verð að byrja einhversstaðar, ekki satt? Það sem situr fastast á tossalistanum eru þrif og önnur heimilisstörf....ekki mitt uppáhalds (frekar en margra annarra ) Ég verð allavega eitthvað að reyna að klóra í bakkann með tiltektina fyrir fyrirhugaða stofnun ákveðins kvartetts í næstu viku, áður en ég fer til Ameríku. Við eigum alveg eftir að tala okkur saman um það, fraukur, og finna hentuga kvöldstund.
Seinnipartinn í dag koma litlu frænkur mínar, Garradætur, í heimsókn til okkar og gista í nótt. Foreldrarnir að fara á árshátíð.
Talandi um það, verð að fara að drífa mig , ætli ég að ná einhverju af tossalistanum áður en þær koma :)
Þar til í fyrramálið (kíki örugglega hér inn á meðan barnaefnið rúllar),
Ha det bra, .....saran.......með tossalista í löngu bandi......