Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

3.3.05

fimmtudagur....
Rauð uppstilling
....og ég búin að fara hamförum á bensínstöðvarmyndavélinni...og mynda nánast allt sem ég sá í dag ! Kom heim að afloknum vinnudegi og dældi 110 myndum inní makkabjútíið mitt en henti rúmlega helmingnum út aftur, rétt gaf mér tíma til að elda bollukarrý, skóflaði því í mig (eins og maður á ekki að gera) og settist svo aftur við tölvuna og er nú búin að vera að flokka niður í möppur og sortera saman myndir. Hvernig verður þetta þegar ég fæ *alvöru* myndavélina?
Hérna til hliðar má sjá nokkrar sem ég tók í dag. Þetta eru uppstillingar sem ég stillti upp út í skóla, var svona að leika mér að stilla saman hlutum af sama lit , blá mynd, rauð, gul o.s.frv.... Búið að vera gaman hjá mér í dag, og þegar maður fer á flug í einhverju svona þá þyrlast allt upp í hausnum á manni og nýjar hugmyndir koma á færibandi... Best að punkta einhverjar þeirra niður áður en ég gleymi þeim,.......bless á meðan......
....Helga sæta rak hér við til að búa til möppu sem hún er að fara að leggja inn með umsókn um skólavist. Flott vinna hjá stelpunni og auðvitað skaut ég á hana mynd...
helga björk
p.s. Margó Pargó sendi mér þennan skemmtilega skets í tölvupósti, áframsendi hann hér með, endilega kveikið á hátölurunum og hlustið : Bússi banani