Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

1.3.05

Til lukku með ....
að kominn er 1. mars , sem gæti þýtt að vorið fari að nálgast OG sem þýðir að nú segi ég ykkur leyndamálið sem ég var búin að lofa að segja ykkur í síðasta lagi 1.mars og innilega bið ég ykkur afsökunar ef þetta hefur haldið fyrir ykkur vöku , spenningurinn út af þessu (mjög líklegt ;Þ ) : Ég er að fara til Ameríku í fyrsta skipti, núna í mars, til Colorado í skíðaferð !!tata ! Fjölskylda Gíslans er með krónískar skíðabakteríur í sér og skellir sér alltaf öðru hverju í brekkurnar, og stundum eru brekkurnar í útlöndum. Ég verð litla barnið í ferðinni og verð sett í skíðaskóla á meðan flestir í hópnum (10 manns) fara í skíða-SAFARÍ-ferðir alla daga, sem þýðir að þau skíða yfir fjöll og dali, út um allar trissur, upp og niður, bruna svo niður í Barnabrekkuna og pikka söruna upp í lok dagsins og fara með hana út að BORÐA.....en þar er hún á heimavelli !!
Ég hef verið með netta fordóma gagnvart ameríku svo það verður spennandi að sjá hvernig ég upplifi þessa fyrstu ferð þangað. Fordómarnir fæddust í kalda stríðinu, ég tók mér stöðu vinstra megin í pólitíkinni á unglingsárunum og þá voru hlutirnir bara svart-hvítir, eða semsagt: hægri-vinstri. Ekkert þar á milli, allt vont til hægri og allt gott til vinstri. Einfalt og gott fyrir einfaldar sálir :) Þetta verður bara 10 daga ferð svo varla kynnist ég mikið þessu risa landi, nema helst hvort er mjúkt eða hart að detta í barnabrekkunni, hlýtur að vera mjúkt, snjórinn er svo flöffí í auglýsingunni.

Er að spá í hvort ég eigi að kaupa mér góðu myndavélina þarna? dollarinn svo nettur þessa dagana, en þá kemur spurningin : Hvernig myndavél, hvaða tegund? einhverjar tillögur?

aftur í málverkið,..kveðjan, saran.........bekkurinn minn ?

p.s. Garrinn biður fyrir bestu kveðjur, nettengingin hans er í einhverri klessu, var að skipta um vefþjón og eitthvað og hefur ekki komist inná netið í nokkra daga ! Þetta stendur vonandi til bóta . Mætir vonandi gallvaskur á svæðið fyrr en varir.