Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

5.3.05

Er kominn 1. apríl ?
Á forsíðu fréttablaðsins er frétt af konu sem ræktar ROTTUR og selur sem GÆLUDÝR, og hún annar ekki eftirspurn !!!
er þetta satt? Og mogginn segir að í kópavoginum verði í dag opnað landsins fyrsta BÍLAAPÓTEK ! Ég er ekki með tremma, trúið mér, svo það hlýtur að vera 1.apríl enda tíminn ótrúlega fljótur að líða undanfarið. Við verðum fyrst allra norðurlandaþjóða til að opna svona apótek, enda milljónaþjóð og þá erum við að tala um milljón í mikilli fleirtölu. Reyndar rifjast upp fyrir mér í þessum skrifuðum orðum að við erum ekki bara hamingjusamasta þjóð í heimi heldur líka mestu lyfjaæturnar (allavega mjög ofarlega á þeim lista) svo í ljósi þess er kannski eðlilegt að við séum með sjoppustílinn á apótekunum.
Mér skilst að eigi líka að fara að opna risa Ikea búð í kópavoginum, mikið gleðiefni þar sem hörgull á verslunum hefur verið að sliga okkur og við þurft að fylla heilu þoturnar til að fara í verslunarferðir til útlanda :) En dagurinn er bara rétt að byrja, ég Á örugglega eftir að komast að því hvaða mánaðardagur er þegar líður á daginn,
Ha det bra, alle sammen, saran....svo aldeilis hlessa.............