Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

7.3.05

Þá er kominn mánudagur...
Þóra og Rauða herbergið
Og ég búin að hengja upp nokkrar myndir niðrí Stígamótum , í gömlu gasstöðinni við hlemm ! Þar verður OPIÐ HÚS á morgun, 8.mars, í tilefni af 15 ára afmæli Stígamóta. Við erum 5 myndlistarkonur sem verðum með myndirnar okkar þarna næsta árið, en opna húsið er bara á morgun, svo þið drífið ykkur þangað ef þið verðið eitthvað á þvælingi í grenndinni....
þetta er semsagt við hliðina á löggustöðinni á hlemmi.
Guðrún í Stígamótum
Myndirnar mínar eru á skrifstofu Guðrúnar Jónsdóttur á annarri hæð.
Annars er ég búin að hafa það fínt um helgina, í gærkvöldi var blásið til kjötsúpuáts (unaðslegasta súpa ever !) hjá Hirti mág mínum í tilefni af Fertugsafmæli kappans svo nú er hann kominn í fullorðinna manna tölu fyrir alvöru. Ég fékk mér fullmikið í tána svo kollurinn er frekar skýjaður í dag, ekki gott það....Það er orðið svo langt síðan ég hef sopið rauðvín að ég er barasta komin úr æfingu held ég...
Nú verð ég að skjótast út í skóla, kennslan fer að hefjast,....saran....á hlaupum