Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

12.4.06

Eina ferðina enn....

varð frænka mín fyrir myndavélinni minni. Hún er búin að gista hjá mér undanfarna daga ásamt fjölskyldu sinni svo það hefur verið líflegt í kotinu. Yngsti-mann er tveggja ára og mikill skriffinnur og teiknari. Hann komst óséður yfir dökkbláan olíukrítarlit og var snöggur að myndskreyta parketið í betri stofu gömlu frænku. Hann lét ekki þar við sitja heldur gerði nokkur veggjarkrot til mótvægis. Hann hefur greinilega tilfinningu fyrir litafræði og áttar sig á að liturinn verður að endurtaka sig hér og þar til að fá samhljóm. Hann vann verkið óáreittur á meðan móðir hans söng júróvisjónlagið * Andvaka* í soya sósu flösku, með miklum tilþrifum í eldhúsinu. Faðir hans var önnum kafinn við að taka vídeómynd af konu sinni og sjálf var ég að taka ljósmynd af söngkonunni.
Litlir pattar vita upp á hár hvenær best er að fá almennilegan vinnufrið ;)