Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

29.3.06

Sýningin nálgast !Originally uploaded by sara johanna.
Það er eins og fyrri daginn, þegar ég er að leggja lokahönd á verk sem fara eiga á sýningu, finnst mér þau alltí einu alveg ómöguleg og skil ekkert hvað ég er að gera með að fara að sýna þau ! Þetta er kunnugleg upplifun og ég er ekki ein um hana, þetta fylgir þessu djobbi víst hvort sem manni líkar betur eða verr. Ég ætla ekki að hafa neina formlega opnun heldur byrja ég bara að koma sýningunni fyrir á morgun, fimmtudag og gef mér svona tvo daga í það. Síðan verða verkin þarna svona fram í júní - og þið haldið með mér.....og komið og kíkið á þetta :) Myndin sem fylgir er af hægra auga Ylfu frænku, hún er svo ófeimin við myndavélina mína að ég get tekið myndir af henni eins og mig listir, sem er mjög fínt því hún er mjög fótógenísk .
Það er ekki komplexunum fyrir að fara hjá henni, tökum hana til fyrirmyndar !