önnur ! Þarna kom ég sjálfri mér á óvart ! Hélt ég ætti þetta ekki til, að lofa svona uppí ermina á mér ;) en svona er þetta nú samt, svikulli en mig grunaði. Það er bara allt búið að vera á haus hjá mér í gær og í dag. Í gær var ég svo önnum kafin að ég gleymdi nánast stað og stund, og í dag var bara gestagangur a´la gamla daga ! Mjög ánægjulegt og ég fór mörg ár aftur í tímann í huganum, alla leið til Ísafjarðar í gamla daga , þegar fólk droppaði inn og út hvert hjá öðru og allt var á hreyfingu og stundum líkara járnbrautarstöð en persónuvernduðum einkalífs heimilis kassa :)
Skemmtilega frænka mín Ylfa Mist (húsmóðir gegn kerfinu með búsetu í Bolungarvík) sendi mér sms snemma í morgun og spurði hvort það væri heitt á könnunni, og svo birtist hún hálftíma síðar og við kjöftuðum frá okkur allt vit, klukkustundum saman og drukkum bæði expresso, kaffe Latte og venjulega lapið. Gísli kom svo óvænt heim í mat, og eftir mat hringdi Elín Björk og boðaði komu sína. Þetta var alveg frábært og ég bara frestaði því sem ég hafði ætlað að gera (náði því samt síðdegis) og naut þess að hafa það huggulegt með skemmtilegum gestum. Þetta er orðið æ sjaldgæfara að maður fái svona óvænta dropp-gesti, við erum að verða eins og hverjir aðrir útlendingar og þurfum helst að láta vita með góðum fyrirvara um allar heimsóknir, einhver sagði mér í gær að í Ástralíu þyrftu börn (uppkomin) að tilkynna með sólarhringsfyrirvara um væntanlega heimsókn til foreldra !!!
Vonandi er langt í þá reglu hér ;)
Nú ætla ég að skella mér í eldamennskuna, kveð að sinni.......
Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007