Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

7.3.06

Fór hamförum á myndavélinniOriginally uploaded by sara johanna.
þegar aumingja Ylfa kom í kaffi í gærmorgun. Hún var bara eitthvað svo geislandi og fótógenísk að ég gat ekki stillt mig, enda ekki á hverjum degi sem ég hitti konuna. Hún tók þessu sem betur fer með sinni alkunnu stóísku ró og lét sig bara hafa það.
Þegar hún var farin læddist ég í photoshop og bjó til mosaik mynd úr öllu saman. Í morgun leit hún aðeins við og þá með vinkonu sína með sér, þá tók ég þessar myndir:
http://www.flickr.com/photos/saravilbergs/109264163/
semsagt : getur verið hættulegt að heimsækja mig, sé maður feiminn við myndatökur ;)