Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

23.2.06

Tíminn Flýgur aðeins of...



Originally uploaded by sara johanna.
hratt þessa dagana, komin vika síðan ég bloggaði hér síðast ! Fannst það vera í fyrradag !
Síðan síðast, er ég orðin Guðmóðir, Snorri Daníelsson og sonur Elínar Bjarkar var skírður s.l. laugardag og mér gerður sá heiður að vera beðin um að vera annar tveggja skírnarvotta. Guðforeldrar eiga að sjá um að barnið fái tilhlýðilegt kristilegt uppeldi og ég er svona að stríða foreldrunum með því að um leið og stráksi fari að ganga, tala, skilja og allt það, bregði ég mér með hann í Krossinn :)
Þau vilja meina að það sé í góðu lagi og skelfi þau ekki vitund því hann sé svo klár að það þýði ekkert að plata hann. Við sjáum nú til með það ;)
Eftir skírnaveisluna brunuðum við svo í barnaafmæli til Bjargar sem er orðin 8 ára. Hún er greinilega búin að gefa bleika prinsessu tímabilinu frí um stundarsakir, því á óskalista hennar yfir afmælisgjafir voru Vampírubúningur, hárkollur og vígtennur ! Ég ákvað að næla mér í feit prik og skottaðist niður í Leikbæ eftir blóðsugubúningi og uppskar mikið þakklæti. Í afmælisboðinu var svo ákveðið að halda smá júróvisjón teiti heima hjá okkur ,6 manns, pöntuðum Pizzur og gos, fengum reyndar kolvitlausa afgreiðslu, ÞRJÁR pepsí flöskur og Tvær agnarsmáar pizzur og engar brauðstangir. Vildi okkur til happs að við vorum ekkert banhungruð, nýkomin úr einum til tveimur veislum svo við nenntum ekki að standa í leiðréttingar-beiðnum og þrasi.
Næsta helgi verður öllu rólegri, út í sveit, í sumarbústað með Rúnari og Tamílu. Hlakka til þess ! Alltaf gott að fara út úr bænum.