Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

15.2.06

Bryndís systir í fréttunum !


Barnaafmæli
Originally uploaded by sara johanna.
Eða öllu heldur brandari sem hún samdi. Hún setti saman sögu úr barnanöfnum sem Ásdís vinkona hennar hafði gaukað að henni. Sendi svo söguna í einhvern brandarabanka í vinnunni sinni og til vina og skylduliðs. Hálftíma síðar var fólk í vinnunni farið að fá söguna utan úr bæ, sagan var komin á fúll spítt flug og farin að berast útum allar trissur í tölvupósti! Þetta var á fimmtudag í síðustu viku. Í gær birtist hún í Mogganum og var lesin upp í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi !
Ég fékk hana í tölvupósti frá henni í síðustu viku en hafði ekki hugmynd um fyrr en núna áðan að hún hefði samið þetta :) Hógvær hún Bryndís. Síðar um daginn sendi hún endurbætta útgáfu af sögunni þar sem fleiri nöfnum hafði verið bætt við.Hér kemur endurbætta útgáfan :

Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Pabbi Egils Daða, Borgar Vörður, tók á móti þeim en mamma hans, Marín Hera, var í eldhúsinu.
Íbúðin var augsýnilega stappfull af krökkum. Þarna voru Hreinn Bolli, Sól Hlíf, Lind Ýr og Líf Vera, Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fara fyrir sér úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar. Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Rita Lín? Ekki fór á milli mála að þarna var Lotta Fönn.
Ert’ekki að verða búinn? kallaði Ævar Eiður til Gústafs Bergs inni á klósetti.
Á bílastæðinu fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni og Bjartur Dagur í fótbolta en vinkonurnar Saga Hlíf, Kolbrún Lind og Tína Njóla héldu sig í garðinum. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin alltof sein í afmælið.

Ég er nottla rígmontin af snillanum henni systur minni !